Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:30 Oleg Deripaska er hér með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Vísir/AFP Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira