Fasteignaverð ekki hækkað minna milli ára síðan 2011 Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:17 Þrátt fyrir allt var fasteignamarkaðurinn nokkuð líflegur á síðasta ári að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/vilhelm Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2% milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem vísað er til í nýrri Hagsjá Landsbankans, hækkaði verð á fjölbýli um 5,5% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 6,3%. Árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 5,9%. Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.Kjaraviðræður orsakavaldur? Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember. „Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira