Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 16:59 Ólína Þorvarðardóttir hefur sótt um fjölmörg störf undanfarin misseri en ekki fengið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. Þetta staðfestir Ólína við Vísi. Einar Á. E. Sæmundsen var skipaður þjóðgarðsvörður í október síðastliðnum en hann hafði þá gegnt starfinu í ár eftir að forveri hans Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum sökum aldurs. Þingvallanefnd er skipuð sjö alþingismönnum. Greiddu fjórir atkvæði með Einari en þrír með Ólínu. Þau tvö þóttu hæfust tuttugu umsækjanda um starfið. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína þegar tilkynnt var um ráðninguna í október. Hafði hún ýmislegt við ráðninguna að athuga og sagði umhugsunarvert að þingvallanefnd, sem áður hefði beðið Einar um að standa vaktina eftir brotthvarf Ólafs Arnar, stæði sjálf að ráðningunni. Þá var hún ósátt við að Páll Magnússon hefði ekki verið viðstaddur kynningu hennar á lokastigum umsóknarferlisins. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Vistaskipti Þjóðgarðar Tengdar fréttir Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. Þetta staðfestir Ólína við Vísi. Einar Á. E. Sæmundsen var skipaður þjóðgarðsvörður í október síðastliðnum en hann hafði þá gegnt starfinu í ár eftir að forveri hans Ólafur Örn Haraldsson lét af störfum sökum aldurs. Þingvallanefnd er skipuð sjö alþingismönnum. Greiddu fjórir atkvæði með Einari en þrír með Ólínu. Þau tvö þóttu hæfust tuttugu umsækjanda um starfið. „Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin,“ sagði Ólína þegar tilkynnt var um ráðninguna í október. Hafði hún ýmislegt við ráðninguna að athuga og sagði umhugsunarvert að þingvallanefnd, sem áður hefði beðið Einar um að standa vaktina eftir brotthvarf Ólafs Arnar, stæði sjálf að ráðningunni. Þá var hún ósátt við að Páll Magnússon hefði ekki verið viðstaddur kynningu hennar á lokastigum umsóknarferlisins.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Vistaskipti Þjóðgarðar Tengdar fréttir Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30 Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25 Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Missti af kynningu um Þingvelli framtíðarinnar en segir það ekki skipta máli Ólína Þorvarðardóttir er allt annað en sátt við vinnubrögð Þingvallanefndar. 9. október 2018 17:30
Einar Sæmundsen ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar Einar Á. E. Sæmundsen var í dag ráðinn í stöðu þjóðgarðsvarðar. Það var samþykkt á fundi Þingvallanefndar fyrr í dag. Einar hefur gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar síðastliðið ár en Ólafur Örn Haraldsson, forveri hans í starfi, lét af störfum sökum aldurs. 5. október 2018 22:25
Ólínu fallast hendur og telur freklega fram hjá sér gengið Ólína Þorvarðardóttir er í meira lagi ósátt við rökstuðningsleysi Þingvallanefndar sem skipaði Einar Á. E. Sæmundsen nýjan þjóðgarðsvörð í dag. 6. október 2018 00:18