Trump setur fram málamiðlunartillögu til þess að binda enda á lokun alríkisstofnana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2019 21:50 Donald Trump Bandaríkjaforseti er tilbúinn að falla frá andstöðu sinni við úrræði fyrir innflytjendur og flóttafólk, fái hann að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Alex Wong/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt rétt í þessu ávarp þar sem hann lagði fram nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að brúa þá gjá sem hefur myndast milli Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjaþingi vegna fjárveitingafrumvarpa, þar sem helsta deiluefnið er fjárveiting til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Staðan í þinginu hefur valdið því að um þriðjungur alríkisstofnana Bandaríkjanna hafa verið án fjármagns í rúmlega fjórar vikur og hafa þeir 800 þúsund starfsmenn sem lokunin hefur áhrif á annað hvort verið í launalausu leyfi eða unnið án kaups síðan lokunin skall á 22. desember síðastliðinn. Lokunin er sú lengsta í sögu Bandaríkjanna en fyrir það var metið 21 dagur, frá desember 1995 fram í janúar 1996, í stjórnartíð Bills Clinton. Tillögur Bandaríkjaforseta, sem eru nýjasta útspil hans til þess að fá Demókrata til að samþykkja fjárveitingu til múrsins upp á 5,7 milljarða Bandaríkjadala eða rúma 693 milljarða króna, snúa meðal annars að því að innflytjendur sem falla undir svokallað DACA-úrræði, það eru innflytjendur sem komu til Bandaríkjanna sem börn á ólöglegan hátt, muni áfram njóta úrræðis sem gerir þeim kleift að vinna í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar. Trump hefur hingað til verið mótfallinn slíkum úrræðum en sagðist reiðubúinn að framlengja það um þrjú ár verði fé veitt til múrsins umtalaða. Um 700 þúsund manns búa nú og starfa í Bandaríkjunum í skjóli DACA. Þá sagðist Trump einnig tilbúinn að framlengja tímabundið verndarúrræði fyrir flóttafólk, TPS, um þrjú ár. Það úrræði nær til um 300 þúsund einstaklinga sem flýja hafa þurft heimalönd sín til Bandaríkjanna vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Trump hefur, líkt og með DACA, verið andstæðingur þessa úrræðis fram að þessu. Hingað til hafa Demókratar, sem náðu í síðustu kosningum meirihluta í fulltrúadeild þingsins, harðneitað að samþykkja nokkuð frumvarp sem inniheldur áform um að veita fjármunum til byggingar landamæramúrsins. Þá hefur Trump neitað að skrifa undir nokkuð frumvarp sem ekki gerir ráð fyrir múrnum. Ekki er útlit fyrir að Demókratar fallist á þessar tillögur forsetans en áður en hann flutti ræðu sína í kvöld sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins, í yfirlýsingu að fyrstu frásagnir af áformum forsetans sýndu greinilega að tillögur hans væru „samansafn af nokkrum hugmyndum sem þegar hafi verið hafnað, sem hvert fyrir sig væru óásættanleg og að saman bæru þær engan vott um viðleitni til þess að endurheimta stöðugleika í líf fólks.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08 Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Trump-stjórnin skildi þúsundir barna frá foreldrum sínum til viðbótar Aðskilnaður fjölskyldna á landamærunum að Mexíkó hófst fyrr og náði til mun fleiri barna en áður hefur komið fram, að sögn innri endurskoðanda bandaríska heilbrigðisráðuneytisins. 17. janúar 2019 16:08
Lokun bandarískra alríkisstofnana aldrei varað lengur Ríkisstarfsmenn misstu af fyrstu launagreiðslu ársins í gær. 12. janúar 2019 17:32
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent