Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 13:50 Listaverkið er fallegt og hefur laðað að sér gríðarlegan fjölda gesta. Getty/Matt Cardy Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns. Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.Líkt og Banksy er von og vísa málaði hann listaverkið á vegginn í skjóli nætur og án þess að biðja um leyfi. Lewis uppgötvaði verkið um viku fyrir jól og áttaði sig ekki á því að um Banksy-verk væri að ræða. Fljótlega fréttist af verkinu og mikill fjöldi gesta lagði leið sína að bílskúrnum. til þess að berja listaverkið augum. Um þúsund manns skoða verkið daglega.„Þetta hefur verið mjög, mjög stressandi og hálf-súrrealískt,“sagði Lewis í samtali við BBC.„Þetta er of mikið fyrir mig.“Segist hann vera að bugast undan álaginu að sjá til þess að verkið haldist óskemmt en Lewis segir að fyrstu dagana hafi fólk viljað kroppa hluta af veggnum af til þess að taka með sér heim. Segir hann meðal annars hafa heyrt umræðu um að fólk hafi viljað stela verkinu í heilu lagi.Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað Lewis við að vernda verkið en girðing hefur verið sett utan um það. Hann segir einnig að breski leikarinn Michael Sheen, hafi aðstoðað sig með því að borga fyrir öryggisgæslu við verkið yfir hátíðirnar. Þar sem verkið er á lóð Lewis ber hann ábyrgð á því.Lewis segist vera kominn á þá skoðun að fjarlægja þurfi verkið og vill hann að það verði tekið í heilu lagi og flutt í miðbæ Port Talbot, þar sem það geti verið til sýnis.„Þetta var algjör sprengja inn í líf mitt. Ég vil bara að það verði venjulegt á ný, eins og það var,“ sagði Lewis.Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins umdeilda listamanns.
Bretland Myndlist Wales Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10
Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. 24. nóvember 2018 21:36