Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 07:55 Sama dag og Trump bað sjónvarpsstöðvar um að sýna ávarp sitt endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um að fjölmiðlar væru raunverulegir óvinir bandarísku þjóðarinnar. Vísir/EPA Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09