Beitt fyndni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun