Bretland úr EES Michael Nevin skrifar 21. desember 2018 07:00 Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar