Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. desember 2018 20:15 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line Iceland. Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir. Íslenska krónan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Rétt rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til landsins árið 2011 en á síðasta ári var fjöldinn rúmlega 2,2 milljónir. En velgengni í ferðaþjónustu verður ekki aðeins mæld í fjölda ferðamanna og nokkuð hefur hægt á vexti greinarinnar eftir uppgang síðustu ára. Afkoma rútufyrirtækjanna ber þess merki en Frjáls verslun greindi frá því að fimm stærstu rútufyrirtæki landsins hefðu tapað samtals 319 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningum. Gray Line Iceland er eitt þessara fyrirtækja. Gray Line er eitt stærsta rútufyrirtæki landsins en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft hátt í áttatíu hópferðabíla fyrir skipulagðar ferðir. Fyrr á þessu ári þurfti Gray Line þó að ráðast í hagræðingaraðgerðir til að mæta minni tekjum. „Allt í allt höfum við fækkað um þrjátíu og tvo starfsmenn frá því sem var áður og af þeim höfum við sagt upp tuttugu og sjö. Við ákváðum skipulega í vor að fækka bílum og höfum fækkað bílum úr 78 bílum niður í 70,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. Þórir segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu. „Það er klárlega samdráttur því kaupgeta erlendra ferðamanna hefur minnkað síðustu tvö árin í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar. Við sjáum þó merki þess núna að kaupmáttur erlendra ferðamanna sé að aukast og sjáum við fram á bjartari tíma á næsta ári,“ segir Þórir.
Íslenska krónan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira