Tíminn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 10. desember 2018 07:00 Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun