Einlægni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Einlægni og hreinskilni eru mikilvægir eiginleikar en því miður ber ekki nægilega mikið á þeim í fari íslenskra stjórnmálamanna. Þjóðin myndi kunna svo miklu betur við stjórnmálamenn sína ef þeir leyfðu sér að sýna einlægni í stað þess að tala vélrænt, nánast eins og þeir hafi verið prógrammeraðir á flokksskrifstofunni. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki einungis í erfiðleikum með að tala af einlægni, þeir eiga einnig í erfiðleikum með að iðrast einlæglega – eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. Þeir muldra einhver afsökunarorð, mest til að friða kjósendur, en það sést langar leiðir að þeir eru svekktastir yfir því að upp um þá hafi komist. Þeim virðist ómögulegt að viðurkenna að athæfi þeirra hefur leitt til þess að trúnaðarbrestur hefur orðið á milli þeirra og þjóðarinnar. Eftir skandalinn hafa flestir þeirra vit á að láta lítið fyrir sér fara en öllum er ljóst að þeir sjá enga ástæðu til að hverfa úr íslenskri pólitík. Þeir leyfa sér að treysta á skammtímaminni þjóðarinnar. Síðustu árin hefur þjóðin ekki haft stjórnmálamenn sína í sérstökum hávegum. Hún býst ekki við neinu frá þeim, nema þá helst skandölum, smáum og stórum. Þar hafa stjórnmálamenn staðið sig og verið ansi iðnir við að gjaldfella sig. Þeir hafa brugðist sjálfum sér, vinnustað sínum og þjóðinni. Það var því nánast eins og opinberun þegar menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mætti í Kastljósþátt á dögunum og talaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með einlægni, heiðarleika og innri styrk að vopni. Jafnvel þeir sem hafa algjörlega gefist upp á íslenskri pólitík hljóta að hafa öðlast vott af von. Þingmennirnir sem sátu á Klausturbar og ræddu um fyrrverandi samstarfskonu sína, Lilju Alfreðsdóttur, viðhöfðu þar ljótustu og viðbjóðslegustu orð sem hægt er að segja um nokkra konu. Þeir sem halda því fram, og það eru aðallega karlmenn, að stjórnmál séu harður heimur og þar verði fólk að sætta sig við alls kyns ummæli eru á algjörum villigötum í þeirri röksemdafærslu. Orðin sem Miðflokksmenn létu falla á barnum eru lýsandi fyrir ofbeldishugsun í garð kvenna. Engin kona á að þurfa að þola slík ummæli. Það var ákveðin frelsun fólgin í því að Lilja skyldi mæta í sjónvarpssal og svara ofbeldistali þessara manna. Til þess þurfti andlegan styrk, kjark og þrek og Lilja er greinilega rík af þeim eiginleikum. Þarna mætti sterk kona sem svaraði fyrir sig af festu og afgreiddi málið í lykilsetningu: „Ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“ Íslenskir stjórnmálamenn geta ansi margt lært af framgöngu Lilju. Hún talaði við þjóðina án þess að setja sig í stellingar, var hún sjálf og full af einlægni. Fólk kunni vel við hana um leið og það dáðist að henni. Það er nóg komið af baktjaldamakki og sora í íslenskri pólitík, þar skortir tilfinnanlega heiðarleika og einlægni. Þessir góðu eiginleikar finnast þó samt, eins og Lilja Alfreðsdóttir sýndi þjóðinni svo eftirminnilega.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun