Landsnet í eigu þjóðar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. desember 2018 08:00 Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar, því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós í eldhúsinu. Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og Suðurnes. Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt. Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Landsvirkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%. Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar, tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu. Landsnet hefur með höndum það verkefni að tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna. Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðlilegast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í eigu okkar allra.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun