Vöxtur rafíþrótta Björn Berg Gunnarsson skrifar 12. desember 2018 10:58 Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar