Martröð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun