„Kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla g'day mate“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:23 Andrew Broad hefur sagt af sér í kjölfar málsins. EPA/AAP Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí. Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí.
Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira