Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja og annarra eftirlitsskyldra aðila mega stjórnendur ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Og þá er horft til orðspors viðkomandi. Fjármálaeftirlitið framkvæmir hæfnismatið en frá 2013 hafa tíu manns verið metnir óhæfir til að gegna stjórnunarstöðum í Fjármálafyrirtækjum. „Síðan er kannski annars eins fjöldi eða ríflega það sem ákveður að víkja meðan verið er að gera hæfnismatið þegar þeir átta sig á að ef til vill standast þeir ekki hæfiskröfur, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Unnur segir að fyrirtækin sjálf beri einnig ríka ábyrgð á hæfnismati stjórnenda. Kvika banki er meðal þeirra fjármálafyrirtækja sem hefur framkvæmt sjálfstætt hæfismat en það var gert þegar Ármann Þorvaldsson var ráðinn forstjóri bankans árið 2017. Í yfirlýsingu frá stjórn kemur fram að við ráðningu Ármanns hafi hann upplýst stjórn bankans og FME um gjaldþrot félags í hans eigu og að skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og FME hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Lögbirtingarblaðið auglýsti gjaldþrotið í síðustu viku en um er að ræða Ármann Þorvaldsson ehf. Fram kemur að kröfur í búið hafi numið ríflega fimm komma sjö milljörðum króna en hundrað fimmtíu og tvær milljónir fengist greiddar upp í þær. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félag eða fyrirtæki í umsjón Ármanns verður gjaldþrota en hann stýrði fjárfestingarbankanum Kaupþing Singer og Friedlander í Bretlandi sem var settur í greiðslustöðvun árið 2008. Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins tjáir sig ekki um einstaka mál en segir að orðspor stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sé alltaf skoðað. „Ja þetta er auðvitað huglægt mat og þarf að byggja á heilmikilli skoðun, gagnasöfnun og heildarmati, m.a. viðskiptasögu fólks,“ segir Unnur. Hún segir að komið hafi fyrir að fólki hafi verið vikið úr stjórnunarstöðum vegna þess að orðspor viðkomandi hafi ekki uppfyllt hæfnismatið. „Það er ekki algengt en það hefur komið fyrir. Algengasta ástæðan fyrir því að fólk þarf að víkja úr stjórnunarstöðum eftir hæfnismat FME er þó að því skorti þekkingu,“ segir Unnur að lokum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira