Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:00 Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þú vissir þetta kannski ekki, því störf sjálfboðaliða komast ekkert sérstaklega oft í fréttirnar. Engu að síður eru þetta störf sem gjörbreyta samfélaginu að svo mörgu leyti. Sjálfboðaliðar starfa í þágu ýmissa félaga og samtaka, að góðgerðarmálum, íþróttum, tómstundum og mannúðarstarfi. Það er á þessu síðasta sviði sem nærri 4000 manns starfa á vegum rúmlega 40 deilda Rauða kross Íslands víðs vegar um landið en hugmyndin um sjálfboðið starf er ein af sjö grundvallarhugsjónum Rauða krossins á alþjóðavísu. Sjálfboðaliðar eru á öllum aldri, fólk í námi, starfi og á eftirlaunaaldri. Fólk hefur ólíkar ástæður til að vinna störf í sjálfboðavinnu, en íslenskar rannsóknir sýna að það er fyrst og fremst að vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins, vinna að verðugu málefni og hjálpa þeim sem minna mega sín. Á meðal verkefnanna eru nokkur sem eru vel þekkt, eins og Frú Ragnheiður og Konukot. Önnur eru ekki jafn þekkt en engu minna mikilvæg. Sjálfboðaliðar vinna með umsækjendum um alþjóðlega vernd, kenna nýjum íbúum landsins íslensku og hjálpa þeim að skilja samfélagið. Í kvennadeildum er prjónað á ungabörn og margir flokka og selja föt sem annars færu í ruslið. Fólk og hundar á vegum Rauða krossins heimsækja eldri borgara og sporna gegn félagslegri einangrun. Börn fá aðstoð við heimanám. Fólk sem hefur nýlokið afplánun refsivistar fær aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, færni og ferilskrár. Verkefnin taka mið af þörfum hvers samfélags en þess utan hefur Rauði krossinn lögbundið hlutverk í neyðarvörnum og útvegar sjálfboðaliða til að veita fjöldahjálp og félagslega aðstoð í kjölfar neyðarástands. Án allra þeirra sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins í gegnum verkefni RKÍ væri íslenskt samfélag veikara og fátækara. Líttu í kringum þig í dag og þakkaðu þeim sem þetta gera.Höfundur er stjórnarmaður í Rauða krossinum
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun