Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2018 06:45 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Bunia í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira