Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 20:15 Hópur fólks krefst þess að öll atkvæði verði talin á Flórída. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04