Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:41 Brunarústir í grennd við Malibu í Kaliforníu, þar sem Woolsey-eldurinn geisar. EPA/MIKE NELSON Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. Þetta sagði Kory Honea, lögreglustjóri í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu, á blaðamannafundi seint í gærkvöldi að bandarískum tíma.Sjá einnig: Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Sex til viðbótar hafa fundist látnir af völdum Camp-eldsins í norðurhluta ríkisins, sem lagt hefur bæinn Paradise í rúst. Samtals hafa því 29 látist vegna eldanna í og við bæinn. Jafnmargir hafa nú farist í Camp-eldinum og í mannskæðasta eldsvoða ríkisins frá upphafi, Griffith Park-eldinum árið 1933. Tveir eru auk þess látnir vegna Woolsey-eldsins sem logar í grennd við Los Angeles. Samkvæmt frétt BBC hafa um 250 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna eldanna. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur hvatt Donald Trump Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem myndi tryggja viðbragðsaðilum frekara fjármagn frá alríkinu. Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. Þetta sagði Kory Honea, lögreglustjóri í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu, á blaðamannafundi seint í gærkvöldi að bandarískum tíma.Sjá einnig: Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Sex til viðbótar hafa fundist látnir af völdum Camp-eldsins í norðurhluta ríkisins, sem lagt hefur bæinn Paradise í rúst. Samtals hafa því 29 látist vegna eldanna í og við bæinn. Jafnmargir hafa nú farist í Camp-eldinum og í mannskæðasta eldsvoða ríkisins frá upphafi, Griffith Park-eldinum árið 1933. Tveir eru auk þess látnir vegna Woolsey-eldsins sem logar í grennd við Los Angeles. Samkvæmt frétt BBC hafa um 250 þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Kaliforníu vegna eldanna. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur hvatt Donald Trump Bandaríkjaforseta til að lýsa yfir hamfaraástandi í ríkinu, sem myndi tryggja viðbragðsaðilum frekara fjármagn frá alríkinu. Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Bachelor-höllin brennur Meðal þess sem hefur orðið miklum skógareldum sem geisa nú í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna að bráð er Bachelor-höllin svokallaða þar sem hinir vinsælu Bachelor raunveruleikaþættir eru teknir upp að hluta. 10. nóvember 2018 09:04
Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00