Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 17:36 Donald Trump sakaði Jim Acosta, fréttamann CNN, um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Getty/The Asahi Shimbun Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00