Fjármálaráðherra segir Samfylkinguna bara bjóða upp á skattahækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:00 Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00