Fær kaldar kveðjur eftir úrsögn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 09:14 Örlað hefur á illdeilum innan Vinnslustöðvar Vestmannaeyja á síðustu árum. Vísir/pjetur Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar. Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar.
Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30
Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41