Fær kaldar kveðjur eftir úrsögn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 09:14 Örlað hefur á illdeilum innan Vinnslustöðvar Vestmannaeyja á síðustu árum. Vísir/pjetur Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar. Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sé óþarfi að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar.
Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sé óþarfi að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30
Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41