Virkjum íslenska orku Guðjón Brjánsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslensk orka sem felst í mannauði er ekki vel nýtt. Þar á sér stað sóun, við höfum sett upp margvíslegar rennslishindranir og lokur sem koma í veg fyrir að orka, starfsorka skili sér sem verðmæti í þágu samfélagsins. Það eru ónýtt virkjunartækifæri um allt land og við eigum að taka höndum saman og opna gáttirnar. Við eigum að slá frjálslyndistón og brjóta þann vítahring sem umræðan hefur verið í undanfarin misseri. Barátta öryrkja og eldri borgara fyrir ásættanlegum kjörum og umgjörð í lífeyriskerfinu hefur staðið lengi. Þessum tveimur hópum er mismunað í kerfinu, þeir sitja ekki við sama borð og það er áhyggjuefni fyrir samfélagið og gengur ekki upp.Ekki allir Sem betur fer býr hluti eldri borgara við ágæt skilyrði á eftirlaunum og þarf ekki frekari fyrirgreiðslu hvað varðar efnahag. Þessi hópur er hins vegar enn sem komið er í minnihluta og við þurfum að setja alla okkar krafta í að bæta aðstæður þeirra sem búa við mjög kröpp kjör, hafa ráðstöfunartekjur sem eru undir skilgreindum framfærslumörkum og lifa við sára fátækt og niðurlægjandi aðstæður.Starfsgetumat Starfsgetumat er hugtak sem mikið er til umfjöllunar í umhverfi öryrkja. Stjórnvöldum er talsvert í mun að koma þessu matskerfi á laggirnar en í hópi öryrkja eru settir miklir fyrirvarar í ljósi þeirrar reynslu sem þekkt er erlendis frá. Hugmyndafræðin að baki starfsgetumati er í grunninn jákvæð en þar er fremur horft á styrkleika viðkomandi en ekki einblínt á veikleika, það sem viðkomandi getur ekki. Það er hins vegar sveigjanleikinn og afkomuöryggið sem öryrkjar óttast og að fiskur liggi undir steini hjá stjórnvöldum og vinnumarkaði. Þessari tortryggni þarf að eyða en það tekur tíma.Allir vinna Ég vil leggja til eftirfarandi tillögu: Að stjórnvöld leiti leiða til samkomulags við öryrkja um að farið verði í tilraunaverkefni í 2-3 ár og niðurstaðan og reynslan metin að því loknu. Þannig verði „króna á móti krónu“ skerðingin aflögð strax en þeim lífeyrisþegum sem tök hafa á heimilað að afla launatekna án þeirra skelfilegu og grimmu skerðinga sem þeir hafa búið við til þessa. Ávinningurinn er að mínu mati augljós. Atvinnulífið fær aukinn mannafla til starfa, starfskraftar öryrkja og eldri borgara nýtast á uppbyggilegan hátt og afkoman batnar. Ríkið fær í sinn hlut aukna skatta og tekjur með betri skilum en fyrr. XBlóm í haga Eitt er víst að áfram verður ekki haldið á sömu braut. Öryrkjum fjölgar stöðugt og sennileg talsvert meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Sömuleiðis horfum við fram á öldrun þjóðarinnar og á næstu árum og áratugum mæta fjölmennir hópar eldri borgara til leiks. Okkar stóra áskorun verður að finna þessum hópum virkan farveg í samfélaginu í stað þess hlutskiptis að sitja hjá, hnípinn í fásinni og vanrækt utan hringiðu mannlífsins þar sem þeir að sjálfsögðu eiga heima.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun