Allir að róa sig Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun