Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2018 14:26 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn. Íslenska krónan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn.
Íslenska krónan Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira