Röð „rangfærslna“? Jón Þór Ólason skrifar 9. nóvember 2018 14:32 Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember var birt á Vísi.is grein eftir Sigurð Pétursson sem bar yfirskriftina „Röð „tilviljana“?“ Nefndur Sigurður er framkvæmdastjóri Artic Fish, en nefnt fyrirtæki ku að helmingi vera í eigu norska fiskeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, aukinheldur sem kýpverskt aflandsfélag, Bremesco Holding, heldur að því er ég best veit, á tæplega 50% hlut. Í greininni setur Sigurður fram rakalausar dylgjur, raunar farsakennda samsæriskenningu, er virðist ganga út á það að eldislax sá er veiddist í Vatnsdalsá í sumar sé í raun tvöfaldur í roðinu. Umræddur lax hafi leitt til uppþota í kokkalandsliðinu og jafnvel haft áhrif á niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jú það geti ekki verið tilviljun að veiðiréttarhafinn, kokkurinn Sturla Birgisson, sem hann nafngreinir þó ekki, hafi veitt eldislax í á sem Sigurður kveður í eigu Íslandsmeistarans í kærum á hendur fiskeldismönnum, Óttars Yngvasonar lögmanns. Átökin um laxeldi í opnum sjókvíum eru hörð en varða gríðarlega hagsmuni, sama hvert er litið og því er mikilvægt að gæta þess að umræðan sé málefnaleg, sama hvar menn eru í sveit settir. Sigurður vísar í greininni að það sé alltaf sætt þegar sannleikurinn komi fram sem vekur furðu því greinin virðist því miður að miklu vera byggð upp af dylgjum, ósannindum og orðhengilshætti sem er málstað hans ekki til framdráttar og er til þess fallin að afvegaleiða þarfa umræðu. Í fyrsta lagi er það alvarlegt að dylgja mönnum um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu, þ.e. að umræddur eldislax hafi ekki veiðst í Vatnsdalsá. Í öðru lagi má benda Sigurði á, að eftir því sem ég hef fengið staðfest, þá átti íslenskur eldislax ekki að vera helsta afurðin á því móti sem íslenska kokkalandsliðið var að undirbúa sig fyrir, heldur þorskur og lamb. Í þriðja lagi liggur fyrir að Vatnsdalsá er ekki eingöngu í eigu Óttars Yngvasonar, heldur eru veiðiréttarhafar rúmlega 30 talsins. Óttar á hins vegar, með öðrum einstaklingum, jörð á ósasvæði Vatnsdalsár. Eignarhald þeirrar jarðar myndi samsvara á bilinu 3-5% af heildar eignarhaldi Vatnsdalsár. En auðvitað er uppsetningin miklu skemmtilegri á hinn veginn ef menn vilja búa til samsæriskenningu. Í fjórða lagi er hinn ,,umræddi kokkur“ ekki einvaldur við það að meta hvaða kokkar taka þátt í Bocuse d‘Or, heldur 12 manna akademía er fær það hlutverk að velja hæfasta einstaklinginn. Í fimmta lagi hefðu úrskurðir umræddrar úrskurðarnefndar í engu fallið á annan veg þó umræddur eldislax hefði ekki veiðst í Vatnsdalsá, nægir þar um að lesa forsendur úrskurðarins. Í sjötta lagi hafði umræddur lax engin áhrif á þá ákvörðun landsliðskokkana að hætta í landsliðinu vegna samnings við Arnarlax, eins og má lesa beint út yfirlýsingum þeirra er birtust í fjölmiðlum. Í sjöunda lagi veiddist umræddur eldislax ekki í miðri Vatnsdalsá sem er um 40 kílómetrar, heldur um 12 kílómetra frá ós árinnar, þ.e. í Hnausastreng. Þá liggur fyrir að á leiðinni í Hnausastreng frá ós er enginn farartálmi fyrir laxinn og eldislax getur því synt rólega upp lygna Vatnsdalsá. Í áttunda lagi velti ég fyrir mér hvers vegna Sigurður undrast það að sérfræðingur frá Hafrannsóknarstofnun skuli réttilega hafa bent á að þetta væri bara toppurinn á ísjakanum. Gæti það verið vegna þeirra rannsókna sem liggja fyrir er staðfesta að eldislaxinn gangi mun seinna í árnar heldur en sá villti og þá utan veiðitíma og þess vegna segja veiðitölur um veidda eldislaxa á stöng lítið um heildarmagnið af eldislaxi í viðkomandi árkerfi. En auðvitað eru slíkar rannsóknir, eins og t.a.m. hafa verið gerðar í Noregi, lítils metnar þegar reynt er að halda í tiltekna ímynd. Ég fagna því hins vegar að Sigurður nefnir í grein sinni að umræddur eldislax gæti hafa komið frá Færeyjum, en venjulega hafa fiskeldismenn haldið því fram að laxinn færi ekki langt frá kvíunum, en staðreyndin er sú að eldislaxinn getur veiðst allt að 2000 kílómetra frá sleppistað, eins og skýrslur NINA (Norsk institutt for naturforskning) í Noregi hafa staðfest. Það er ákveðið afrek hjá Sigurði að koma að jafnmörgum rangfærslum í ekki lengri grein. Eigum við ekki frekar að virða þá miklu hagsmuni sem eru undir og lyfta umræðunni upp á aðeins hærra plan heldur en að fara fram með dylgjum og rangfærslum og stunda argumentum ad hominem. Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun