Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 08:36 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Fréttablaðið/Eyþór Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica. Húsnæðismál Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af ættingjum og vinum telja samningsstöðu sína betri og eru ánægðari með húsnæðið en aðrir.Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét framkvæma og náði til handahófskennds úrtaks leigjenda af landinu öllu að því er segir í tilkynningu. Á meðal þess sem kemur í ljós er að langflestir leigja af einstaklingi á almennum markaði, eða 35 prósent leigjenda. Tæpur fjórðungur leigir af ættingjum og vinum. Svo virðist einnig sem að fáir vilji vera á leigumarkaði en í könnuninni sögðust einungis átta prósent leigjenda vilja vera á leigumarkaði og langflestir, eða 86 prósent leigjenda, vilja búa í eigin húsnæði. Þrátt fyrir þetta telja aðeins 40 prósent öruggt eða líklegt að þeir kaupi sér sitt eigið húsnæði næst þegar skipt er um búsetu. Íbúðarlánasjóður telur að könnunin sýni að leigjendur hafi að meðaltali flutt 3,8 sinnum á síðustu tíu árum og 1,6 sinnum á síðustu þremur árum. Þeir sem eru með lægstu tekjurnar hafa flutt oftast. Algengast er að leigusamningar séu í upphafi eitt til tvö ár að lengd. Tæplega helmingur leigjenda sér fáa eða enga kosti við það að leigja að því er fram kemur í könnuninni. Þegar leigjendur voru spurðir um helstu gallana við að leigja nefndu 72 prósent háa leigu. Nær allir, eða 92 prósent sögðust telja óhagstætt að leigja íbúðarhúsnæði á Íslandi. Einungis þrjú prósent leigjenda telja það hagstætt en í samskonar könnun Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins fyrir þremur árum töldu fimm prósent það hagstætt.Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í dag á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins á Hilton Reykjavík Nordica.
Húsnæðismál Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira