Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 18:30 Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent