Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 18:30 Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent