Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 19:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Íslenska krónan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir.
Íslenska krónan Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira