Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 23:36 Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða. EPA/Fernando Bizerra „Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018 Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
„Við munum breyta örlögum Brasilíu í sameiningu,“ sagði hægrimaðurinn Jair Bolsonaro þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Sao Paulo í kvöld. Þegar búið var telja nær öll atkvæði var Bolsonaro með 56 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkamannaflokksins, 44 prósent. „Við getum ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu,“ sagði Bolsonaro.Umdeildur Síðari umferð forsetakosninganna fór fram í dag þar sem kosið var milli Bolsonaro og Haddad, þá frambjóðendur sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna fyrr í mánuðinum. Bolsonaro hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“ og hefur lagt áherslu á að í embætti muni hann taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma og sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um konur og samkynhneigða. Kosningabaráttan var mjög hörð þar sem stuðningsmenn beggja frambjóðenda sökuðu andstæðinginn um að sá myndi eyðileggja brasilískt samfélag, yrði hann kosinn.Þakkaði traustið Bolsonaro mun taka við embætti forseta 1. janúar á næsta ári. Fráfarandi forseti, Michel Temer, nýtur fádæma óvinsælda en skoðanakannanir benda til að einungis tvö prósent Brasilíumanna séu ánægðir með hans störf. Bolsonaro þakkaði traustið í færslu á Twitter í kvöld og sagði að þau muni breyta Brasilíu.Obrigado pela confiança! Vamos juntos mudar o Brasil! pic.twitter.com/eeAdr0dc13— Jair Bolsonaro (@jairbolsonaro) October 28, 2018 “Yes him! Yes him!” Massive Bolsonaro celebrations outside São Paulo's Art museum @guardianworld @MsKateLyons pic.twitter.com/uoGCV4GCxy— Tom Phillips (@tomphillipsin) October 28, 2018
Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00