Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 10:45 Donald Trump og Kanye West á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira