Assange aftur kominn með aðgang að netinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 23:26 Julian Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í um sex ár. Getty/Matthew Chattle Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. Hann heldur til í sendiráði Ekvador í London og hefur gert það í rúm sex ár. Yfirvöld Ekvador meinuðu honum aðgang að netinu fyrir tæpu hálfu ári síðan og var það gert til að koma í veg fyrir að hann væri að blanda sér í málefni annarra ríkja og koma niður á stjórnmálasamböndum Ekvador. Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.Ecuador rolls back @JulianAssange isolation after UN meets with presidentBackground: https://t.co/Mb6gXlz7QShttps://t.co/0UBIVYyKll pic.twitter.com/poFi6nBU4N— WikiLeaks (@wikileaks) October 14, 2018 WikiLeaks Tengdar fréttir Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. Hann heldur til í sendiráði Ekvador í London og hefur gert það í rúm sex ár. Yfirvöld Ekvador meinuðu honum aðgang að netinu fyrir tæpu hálfu ári síðan og var það gert til að koma í veg fyrir að hann væri að blanda sér í málefni annarra ríkja og koma niður á stjórnmálasamböndum Ekvador. Skömmu áður en nettengingin var tekin af honum hafði Assange meðal annars lýst yfir vafa um að Rússar hefðu staðið að Skripal-eitruninni. Þá kallaði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hann „lítinn vesælan orm“ og sagði tímabært að hann kæmi út úr sendiráðinu og mætti breska réttarkerfinu. Ný ríkisstjórn Ekvador hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Assange flúði þangað á árum áður vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Wikileaks sagði frá því í kvöld að Assange væri kominn á netið aftur en ekki var farið út í í hverju áðurnefndar takmarkanir fælust.Ecuador rolls back @JulianAssange isolation after UN meets with presidentBackground: https://t.co/Mb6gXlz7QShttps://t.co/0UBIVYyKll pic.twitter.com/poFi6nBU4N— WikiLeaks (@wikileaks) October 14, 2018
WikiLeaks Tengdar fréttir Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Nýr ritstjóri WikiLeaks segir áhugaverð verkefni í vinnslu Kristinn Hrafnsson, nýr ritstjóri WikiLeaks, segir aðför að frelsi Assange grófa. Fyrsta verkefnið undir hans stjórn komið í loftið. 1. október 2018 07:00
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. 18. september 2018 10:26