Skerðing vinnuvikunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 17. október 2018 10:00 Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera góðmenni á kostnað annarra. Ályktun flokksráðs Vinstri grænna á dögunum þess efnis að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir er til merkis um slíkt góðmennskukast. Vitnað er í könnun á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að stytting vinnuvikunnar þar á bæ hafi heppnast sérdeilis vel. Samkvæmt könnuninni hafi lífsgæði starfsmanna aukist, framleiðni batnað og veikindadögum fækkað. Því sé ekki eftir neinu að bíða: hin vísindalega könnun sveitarfélagsins sýni að því færri stundir sem menn vinni, því meiri verði afköstin og fólki líði betur. En gæðablóðin í Vinstri grænum átta sig ekki á einu grundvallaratriði: könnunin er með öllu ómarktæk. Þjónusta á vegum sveitarfélaga er ekki í neinum eðlilegum tengslum við markaðinn. Hún er lögboðin og því engin samkeppni. Kúnninn hefur ekkert val, hann er látinn borga hvort sem hann nýtir sér hana eða ekki. Þá eru mörg verkefni á vegum stórs sveitarfélags eins og Reykjavíkur þess eðlis að fólk ber ekki skynbragð á hvort þau eru gagnleg, hagkvæm eða tilgangslaus gæluverkefni. Enginn ber ábyrgð á kostnaði sem iðulega fer fram úr áætlunum eins og nýlegur braggablús sýnir.Markaðurinn á að ráða Væri mark takandi á könnuninni myndi markaðurinn bregðast skjótt við. Vinnuveitendur myndu hafa frumkvæði að því að stytta vinnuvikuna enda kappkosta fyrirtæki í samkeppnisumhverfi að auka hagkvæmni og afköst. En atvinnulífið veit sem er að könnun þessi er byggð á sandi. Ekkert vitrænt hefur komið fram sem bendir til þess að 40 stunda vinnuvika sé fólki ofviða enda hefur verið miðað við þá tölu allt frá því að Henry Ford kom henni á í bílaverksmiðjum sínum árið 1914. Aðalatriðið er þó það að opinberir aðilar eins og ríki og sveitarfélög eiga ekki að leiða breytingar í þessa veru. Aðeins markaðurinn á að hafa frumkvæði þar um enda stendur atvinnulífið undir launakostnaði allra opinberra starfsmanna. Þaðan koma jú skattarnir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun