Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2025 12:18 Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar