Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson skrifa 24. október 2025 13:16 Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Greinin Leikur að lýðræðinu sem þrír sveitarstjórnarmenn í Grímsnes- og Grafningshreppi birtu 23. október á Visir.is, er dæmi um hvernig pólitískur meirihluti reynir að afvegaleiða umræðuna með því að sá tortryggni og ótta meðal íbúa. Það er ekki ólöglegt að búa í frístundahúsi Félagið Búsetufrelsi tekur þó undir eitt atriði með greinarhöfundum: ef einstaklingur skráir sig í sveitarfélag eingöngu til að kjósa og flytur sig strax út aftur, þá er það ekki til fyrirmyndar og brýtur í bága við anda laganna. En slíkt er ekki það sem er til umræðu í þessari grein. Greinarhöfundar vísa í „bann við fastri búsetu í frístundabyggð“. Slíkt bann er ekki til í íslenskum lögum. Lög nr. 80/2018 um lögheimili og aðsetur segja einfaldlega að einstaklingur skrái lögheimili þar sem hann býr að staðaldri — óháð því hvort húsið er merkt sem íbúðarhús eða frístundahús. Ef einstaklingur dvelur í frístundahúsi sínu mestan hluta ársins, sefur þar, geymir eigur sínar og lifir sínu daglega lífi þar, þá er það lögheimili hans samkvæmt anda laganna. Þjóðskrá Íslands hefur heimild og skyldu til að skrá slíkt sem ótilgreint lögheimili — ekki sveitarfélagið. Það að meirihluti sveitarstjórnar haldi öðru fram er ekki aðeins rangt, heldur grefur undan réttarríkinu. Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði gegn sveitarfélaginu Það virðist greinarhöfundum þægilegt að þegja yfir staðreynd sem skiptir hér öllu máli: Dómsmálaráðuneytið úrskurðaði nýlega gegn Grímsnes- og Grafningshreppi í máli gegn Þjóðskrá Íslands. Í þeim úrskurði var skýrt tekið fram að sveitarfélagið hafi ekki heimild til að hafa afskipti af lögheimilisskráningu einstaklinga, né að leggja mat á lögmæti hennar. Það vald er alfarið hjá Þjóðskrá samkvæmt landslögum. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að halda fram rangfærslum — líkt og úrskurður ráðuneytisins hafi aldrei verið kveðinn upp. Það er sérkennilegt að sveitarstjórn sem segist tala fyrir „heiðarleika og ábyrgð“ skuli af ásetningi hunsa úrskurð æðra stjórnvalds. Tillögur sem ganga gegn stjórnarskrá og mannréttindum Greinarhöfundar fara jafnvel lengra og hvetja til lagabreytinga sem myndu útiloka fólk sem býr í frístundahúsi frá því að skrá lögheimili í því sveitarfélagi þar sem það býr. Þær tillögur eru ekki bara ólýðræðislegar — þær væru andstæðar stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttur til að ráða búsetu sinni og taka þátt í lýðræðislegu samfélagi er verndaður í: 65. gr. stjórnarskrárinnar (jafnræðisreglan 75. gr. stjórnarskrárinnar (réttur til frjálsrar búsetu) 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (réttur til friðhelgi heimilis) Að setja fólk sem býr í frístundahúsi í sérstakan flokk, svipta það rétti til þjónustu af hendi sveitarfélagsins, kjörgengi og kosningarétti og merkja það sem ,,óraunverulega íbúa”, væri bæði mismunun og brot á grundvallarréttindum. Að gera lítið úr íbúum – í nafni lýðræðis Í grein þeirra er hópur fólks — þeir sem hafa löglega skráð sig með „ótilgreint heimilisfang“ eða búa í frístundahúsi — settur upp sem vandamál. Þeir eru sagðir „raska lýðræðinu“, „spila með kerfið“ og skapa ójafnvægi í samfélaginu. Þetta er ekki bara ósanngjarnt – þetta er niðrandi gagnvart íbúum sem hafa farið eftir lögum og úrskurðum stjórnvalda. Það er dapurlegt að kjörnir fulltrúar noti vettvang fjölmiðla til að draga úr trúverðugleika eigin íbúa í stað þess að vinna með þeim. Lýðræði byggir á virðingu og jafnræði – ekki á útilokun og hræðsluáróðri. Lýðræði er ekki einkamál meirihlutans Það er kaldhæðnislegt að greinarhöfundar skuli tala um „leik að lýðræðinu“ þegar þeir sjálfir reyna að draga úr þátttöku fólks í kosningum með röngum upplýsingum og rangfærslum á lögum. Lýðræði verður brothætt, ekki þegar fólk vill taka þátt – heldur þegar fulltrúar valdsins, fyrrnefndir greinarhöfundar reyna að velja hverjir fá að taka þátt í samfélaginu. Það er ekki óheiðarlegt að vilja hafa rödd í sveitarfélaginu sem maður býr í. Það sem er óheiðarlegt, er að reyna að þagga niður í þeirri rödd með villandi upplýsingum. Við sem búum í Grímsnes- og Grafningshreppi – hvort sem er í frístundahúsi með ótilgreint lögheimili eða íbúðarhúsi – erum íbúar þessa sveitarfélags í augum laga og samkvæmt úrskurði æðra stjórnvalds. Við eigum rétt til að kjósa, taka þátt og njóta virðingar – rétt eins og allir aðrir. Fyrir hönd stjórnar Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ragna Ívarsdóttir, Guðrún Margrét Njálsdóttir og Þröstur Sverrisson
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun