Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 24. október 2025 17:00 Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Sjá meira
Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar