Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 14:51 Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. vísir/getty Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira