Mannanöfn Sigurður Konráðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Mitt í haustönnum venjulegs fólks var frumvarp um mannanöfn lagt fram á Alþingi. Heldur lítið fór fyrir því enda var frumvarpið afar svipað útgáfunni frá síðasta ári. Frumvarpið er örstutt en einn glundroði. Finnst sumum sem kjarni málsins sé afræktur. Sá kjarni er í fyrsta lagi lög og samþykktir Alþingis og í öðru lagi vægi mannanafna í málsamfélagi. Á undanförnum árum hafa margs konar lög verið afgreidd frá Alþingi þar sem íslenskt mál og táknmál koma við sögu. Má þar nefna lög um íslenska tungu og ýmis lög um skóla sem annaðhvort eru reknir af sveitarfélögum eða ríki. Þá eru til lög um örnefni og um ljósvakamiðla. Alþingi á sér málstefnu sem birtist í miklu plaggi sem nefnist Íslenska til alls. Málstefna er einnig til í fjölmörgum skólum og fyrirtækjum. Loks hefur Alþingi úthlutað nokkru fé til þess að vernda íslenska tungu í stafrænum heimi. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti svo á dögunum aðgerðir til að styrkja stöðu íslenskrar tungu með fjárveitingum til bókaútgáfu og fjölmiðla og boðaði jafnframt þingsályktunartillögu nú í haust í 22 liðum um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi. Alþingi hefur sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga.Rök gegn frumvarpi um mannanöfn Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess að lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari. Mannanöfn eru hluti af íslensku málkerfi. Þau eru nafnorð sem taka mismunandi beygingu, oft sérstakri beygingu og styrkja þannig fjölbreytileika beygingarkerfisins. Yfirleitt eru þau aðeins notuð í eintölu. Mannanöfn eru rúmlega tíunda hvert nafnorð í rituðum texta. Mannanöfn styrkja merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk veltir fyrir merkingu eigin nafns og annarra. Mannanöfn styrkja hugleiðingar um uppruna orða og sögu þeirra. Mannanöfn gegna viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Mannanöfn eru veigamikill hluti af samhengi í íslensku máli. Alþingismenn mega hafa þessi atriði í huga þegar þeir greiða atkvæði um frumvarpið. Þeir mættu einnig minnast þess að lög um mannanöfn eru regla en ekki undantekning þegar litið er til ríkja veraldar og eru ekki alls staðar silkihanskar dregnir á hönd þegar kemur að framkvæmd laganna. Loks mættu þeir íhuga hvort hin venjulegu Jón og Guðrún kærðu sig um að skiptast á nöfnum, hvort þau sæktust eftir því að skaftfellskur nágranni þeirra héti eða börnin O og e=mc2.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun