Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði? Tryggvi Ásmundsson skrifar 20. september 2018 08:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrirmyndar hvað varðar þá hágæðaþjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobsson, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hóteli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkrahúsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkisreknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðslan fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkrahúsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagnaður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrirtækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það staðreynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einkarekin og niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofurekstri sérfræðilækna?Höfundur er læknir á eftirlaunum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun