Hagsmunir hvaða sjúklinga? Birgir Jakobsson skrifar 25. september 2018 07:00 Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun