Mörk sannleikans Helgi Þorláksson skrifar 27. september 2018 07:00 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur gengu á fund borgarstjóra og formanns borgarráðs á þriðjudaginn 25.9. og skoruðu á þau að láta hætta við áformaða hótelbyggingu í Víkurgarði, hinum gamla garði Reykjavíkurkirkju. Haft er eftir borgarstjóra í Fréttablaðinu á miðvikudag 26.9. að byggingin „fari ekki inn í gamla kirkjugarðinn“. Hafa heiðursborgararnir misskilið málið algjörlega? Eða kýs borgarstjóri að hagræða sannleikanum? Skýring kemur kannski fram í ummælum formanns borgarráðs: „Borgin metur það sem svo að ekki sé verið að byggja ofan á sjálfum garðinum heldur á bílastæði sem var fyrir framan Landssímahúsið.“ Á þessum tilgreinda stað við Kirkjustræti var grafið á útmánuðum 2016. Auk rofinna grafa fundust þarna tveir tugir af heillegum kistum með heillegum beinagrindum og var allt flutt brott til að rýma fyrir hóteli. Var þetta ekki gamli kirkjugarðurinn? Jú, auðvitað, hann náði allmiklu austar en núverandi Fógetagarður, langleiðina að Austurvelli. Forkólfar borgarinnar glíma við þann vanda að deiliskipulag frá 1988 leyfir byggingu þarna. En það byggist einfaldlega á vanþekkingu sem veldur kannski þessum feluleik þeirra. Árið 1967 lá fyrir eins skýrt og gat orðið að kirkjugarðurinn stóð líka þar sem viðbygging Landssímahússins var reist, sú sem var brotin niður í sumar. Í febrúar 1967 komu þar í ljós sex grafir og voru þar jarðneskar leifar fólks og leifar fimm kistna. Á einni þeirra stóð að þar væri grafin Margrét Pétursdóttir sem dó 1829. Hún á mikinn fjölda afkomenda. Árið 1967 var á vitorði fólks almennt að leg Margrétar var í gamla kirkjugarðinum af því að enn 1966 var þarna rétt hjá legsteinn á gröf og hermdi að þar hefði verið jarðsett 1882 og 1883. Í traustum heimildum frá 1882 segja stiftsyfirvöld og dómkirkjuprestur að þessi legstaður sé í „gamla kirkjugarðinum“. Á fjórða áratug síðustu aldar höfðu verið þarna nærri nokkur minningarmörk á gröfum en voru flutt. Gröfum var hlíft þarna 1967 og eru rök til að halda að þær geymi enn jarðneskar leifar fólks. Kristjáni Eldjárn taldist til, þegar hann var þjóðminjavörður, að bygging sem óskað var eftir að reisa 1965, þar sem hótelið skal reist núna, tæki yfir h.u.b. 360 fermetra hins gamla kirkjugarðs, eða fimmtung hans a.m.k. Kristján barðist af þunga gegn þessum áformum og ríkisstjórnin lét hætta við þau 1965. Enn geta borgarstjórn, ráðherra og Kirkjugarðaráð komið í veg fyrir nýbyggingar á reitnum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun