Yfirlögregluþjónn neitar sök um manndráp á Hillsborough Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2018 10:15 Réttarhöldin yfir Duckenfield og Mackrell eiga að hefjast í Preston í janúar. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu. Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri lýsti sig saklausan af ákæru um að hafa valdið dauða 95 stuðningsmanna Liverpool með vanrækslu í Hillsborough-slysinu í dag. Yfirmaður öryggismála á vellinum lýsti einnig yfir sakleysi þegar mál gegn þeim var tekið fyrir. David Duckenfield stýrði lögregluaðgerðum í kringum undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield árið 1989. Níutíu og sex stuðningsmenn Liverpool létu lífið í miklum troðningi í annarri endastúku vallarins. Fyrrverandi yfirlögregluþjónninn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða 95 þeirra með meiriháttar vanrækslu. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt lífstíðardóm yfir höfði sér, að sögn The Guardian. Ákærur hafa ekki verið gefnar út vegna dauða eins stuðningsmanns sem lést af heilaskaða fjórum árum eftir slysið. Ástæðan er sú að árið 1989 var ekki hægt að ákæra vegna dauðsfalls sem átti sér stað meira en ári eftir meint brot. Sakaður um að hafa vanrækt öryggisatriði fyrir leikinn Graham Mackrell, fyrrverandi öryggisfulltrúi Sheffield Wednesday, neitaði einnig sök fyrir dómstóli í Preston. Hann er sakaður um að hafa borið ábyrgð á því að félagið hafi ekki samið við lögreglu um hvernig ætti að hleypa stuðningsmönnum Liverpool inn í stúkuna fyrir leikinn. Það stangaðist á við öryggisreglur félagsins fyrir völlinn. Mikil örtröð myndaðist við snúningshlið utan við Leppings Lane-stúkuna þar sem flestir stuðningsmenn Liverpool áttu miða. Þegar í óefni stefndi opnaði lögregla hlið inn í stúkuna. Gríðarlegur troðningur myndaðist þá í stúkunni sem olli dauða hátt í hundrað manns. Mackrell er einnig sakaður um að hafa ekki tryggt að nægilega mörg snúningshlið væru til staðar svo að ekki yrði til flöskuháls við þau á leikdegi. Hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi og sekt. Ákærur á hendur Norman Bettison, lögreglustjóra Suður-Jórvíkurlögreglunnar, voru felldar niður í síðasta mánuði. Hann var sakaður um að hafa logið að rannsakendum slyssins um viðbrögð lögreglunnar við slysinu.
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira