Óþarfa afskipti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson WOW Air Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar