Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 07:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti á stuðningsmannafundi í fyrradag. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59