Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 15:48 Peter Strzok. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30