Hundrað þúsund krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Haustið er spennandi tími fyrir flesta krakka. Skólinn og tómstundirnar hefjast á nýjan leik og þau hitta aftur félagana eftir sumarið. Þessi árstími getur hins vegar verið erfiður fyrir börn foreldra sem hafa lítið til skiptanna enda fylgir þessum tímamótum kostnaður sem getur verið þeim ofviða. Varlega áætlað verja foreldrar grunnskólabarns um 100 þúsund krónum á haustin til þess að útbúa barnið fyrir veturinn. Vetrarfatnaður, skór og e.t.v. ný skólataska kostar sitt og fyrir krakka sem stundar íþrótt þarf svo að greiða þátttökugjald í íþróttafélagið og e.t.v. endurnýja búning. Sambærileg útgjöld fylgja tónlistarnámi ef barnið kýs það fram yfir íþróttirnar. Auk þeirra útgjalda sem til falla í upphafi skólaársins greiða foreldrar mánaðarlega um 10 þúsund krónur fyrir hádegismat í skólanum og 17 þúsund krónur fyrir gæslu í frístund ef barnið er í 1.-4. bekk. En kemur ekki eitthvað á móti? Jú, og með ólíkum hætti milli sveitarfélaga. Í Reykjavík er tómstundastyrkur t.d. um 50 þúsund krónur á ári. Oftast dugar hann til að greiða fyrir vorönn í íþróttum eða listnámi. En hvað með barnabæturnar? Jú, þær nýtast fólki vissulega en misjafnlega. Fólk sem býr við kröpp kjör nýtir þær til að eiga fyrir mat út mánuðinn. Það skiptir mestu máli fyrir börn að alast upp við alúð og góð samskipti. Sem betur fer eru flestir foreldrar á Íslandi líka í þeirri stöðu að geta séð börnum sínum farborða, þar skiptir tengslanet stórfjölskyldu og vina miklu máli þegar mikið liggur við. Foreldrar sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar eru hins vegar í þeirri stöðu að hafa ekki efni á að útbúa börnin í upphafi vetrar. Margir þeirra er á leigumarkaði og að sligast undan hárri leigu, fólk sem býr eitt með barni sínu hefur aðeins einar tekjur til að sjá fyrir því og þegar fólk veikist eða slasast getur það haft mjög hamlandi áhrif, líka fjárhagslega. Þegar tengslanetið er gloppótt þurfum við að sanna okkur sem samfélag. Það á ekkert barn að vera útundan. Þau eiga öll að geta notið bernskunnar áhyggjulaus og virk í samfélagi við jafnaldra sína. Að því vill Hjálparstarfið vinna og biður um stuðning með því að senda valgreiðslu í heimabanka.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar