Pakistanar óttast upprisu ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 13:55 Frá vettvangi árásarinnar í júlí. Vísir/AP Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik. Pakistan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan óttast að fjöldi vígamanna Íslamska ríkisins hafi flúið frá Írak og Sýrlandi og falið sig í Pakistan. Þar skipuleggi þeir árásir. Yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar segir ISIS-liða vera einhverja stærstu ógn sem steðji að Pakistan um þessar mundir. „Við erum tilbúnir til að berjast í þessu stríði,“ sagði yfirmaðurinn Pervez Ahmed Chandio við AP.Rifjuð er upp árás frá því í júlí þar sem hinn 23 ára gamli Hafeez Nawaz sprengdi sig í loft upp á kosningasamkomu. 149 létu lífið og 300 særðust í árásinni. Nawaz hafði hætt í skóla sínum þremur árum áður og gengið til liðs við ISIS í Afganistan. Eldri bróðir hans hafði gengið til liðs við Talibana árið 2014 en yfirgefið þá mjög fljótt. Skömmu seinna fékk hann bróðir sinn til þess að ganga til liðs við ISIS. Bræðurnir tóku þrjár systur sínar og móður sína með sér til Afganistan. Faðir þeirra, yngsti bróðir þeirra og sá elsti urðu eftir í Pakistan. Yngsti bróðirinn var sendur til þess að sannfæra þá um að koma aftur heim en hann sneri aldrei aftur. Seinna var faðir þeirra og bróðir handteknir við að reyna að komast til Afganistan. Fjölmargir vígahópar eru staðsettir í Pakistan og margir þeirra eru óáreittir af yfirvöldum ríkisins. Embættismenn óttast þó Íslamska ríkið sérstaklega vegna eðlis samtakanna þar í landi og þeirrar leyndar sem meðlimir þeirra fara eftir. Ráði yfirvöld niðurlögum eins hóps vígamanna stingur annar upp kollinum og jafnvel annars staðar í landinu. Þá er lítið sem ekkert vitað um nýja uppbyggingu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því fyrr í vikunni að enn væru vígamenn Íslamska ríkisins fjölmargir og þar af væru þúsundir erlendra vígamanna. Verið væri að byggja samtökin upp á nýju og ógnin af þeim gæti aukist á nýjan leik.
Pakistan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira