Lykilvitni ber mögulega ekki vitni gegn kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 20:28 Reiknað hefur verið með því að vitnisburður Rick Gates skipti sköpum í málinu gegn Manafort. Óljóst er hvort að hann beri vitni í málinu. Vísir/EPA Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Saksóknarar í máli gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjuðu að því að fyrrverandi viðskiptafélagi Manafort sem talinn hefur verið lykilvitni ákæruvaldsins verði mögulega ekki kallaður í vitnastúku. Verjendur Manafort hyggjast vísa ábyrgð á brotunum sem ákært er fyrir á viðskiptafélagann. Rick Gates vann með Manafort við málafylgjustörf um árabil. Hann gegndi jafnframt stöðu aðstoðarkosningastjóra framboðs Trump jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri eftir að fram komu ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá úkraínskum stjórnmálaflokki í ágúst árið 2016. Gates hefur játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum. Málið gegn Manafort nú tengist málafylgjustörfum hans fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Hann er sakaður um að hafa falið tuga milljóna dollara greiðslur sem hann fékk frá Úkraínu á fjölda bankareikninga erlendis fyrir bandaríska skattinum og svikið lán út úr bönkum þegar að uppgripunum í Úkraínu lauk eftir að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum árið 2014. Réttarhöldin yfir Manafort hófust í Alexandríuborg í Virginíu í gær og hafa vitni verið leidd fyrir dóminn. Málatilbúnaður verjenda Manafort er að Gates hafi borið ábyrgð á meðferð fjármunanna. Hann hafi stolið frá Manafort og ljúgi nú til að fela spor sín.Ekki ákærður fyrir að lifa hátt Búist var við því að Gates yrði lykilvitni ákæruvaldsins en saksóknararnir virðast nú tvístígandi um hvort að hann verði kallaður til vitnis. „Hann gæti borið vitni í þessu máli, hann gæti ekki gert það,“ sagði Uzo Asonye, einn saksóknaranna, þegar dómarinn spurði hvort að Gates yrði kallaður upp. Tók hann þó fram að hann væri ekki að gefa í skyn að Gates yrði ekki látinn bera vitni fyrir ákæruvaldið.Reuters-fréttastofan segir að dómarinn hafi einnig sett út á áherslu saksóknaranna á íburðarmikinn lífsstíl Manafort. Þeir höfðu sagt kviðdómendum frá því að Manafort hefði eytt rúmum 440.000 dollurum í föt árið 2013, jafnvirði tæpra 47 milljóna íslenskra króna. Eins hefur komið fram að Manafort hafi átt strútsskinnsjakka að andvirði um einnar og hálfrar milljónar króna. „Herra Manafort er ekki fyrir dómi fyrir íburðarmikinn lífsstíl,“ sagði T.S. Ellis, dómarinn í málinu við saksóknarana. Yfir Manafort vofir annað mál í Washington-borg. Þar er hann ákærður fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis og peningaþvætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20